17. apríl 2007

Einkennileg hegðun

Fólk er einkennilegt.
Það er alltaf að gera eitthvað,grúska,pota,pæla,hugsa,ana,hlaupa og væla.
Með einkennilega kæki, einsog að ranghvolfa augunum,bíta í vörina á sér,toga í eyrun á sér,klóra sér í hausnum.svo lengi mætti telja.
Karlar eru samt með öðruvísi kækji enn konur.
Einsog þegar kona horfir á sig í spegli og lagar sig til þá setja þær smá stút á munninn,þegar karl horfir á sig í spegli og lagar sig til ,þá hrukka þeir ennið oft.
Þegar karlar verða vandræðalegir þá klóra þeir sér oft með vinstri hendi,hægra megin á hausnum á sér.
þegar konur verða vandræðalegar þá beygla þær margar á sér andlitið og roðna.
Kona grætur,karl nuddar á sér hausinn og tautar eitthvað.
Þegar konur útskýra eitthvað með handapati þá leyfa þær úlnliðnum að snúast í hringi.
Þegar karlmenn útskýra með handapati þá er úlnliðurinn stífur og hendurnar beinar.
Karlmenn strjúka á sér magann eða brjóstið,konur sveifla hárinu og strjúka á sér axlirnar.
Þegar kona segjist vera þreytt,þá hallar hún oft hausnum afturábak,Karlmaður afturámóti lætur hann detta niður.
gaman að spá í þessu!!

Lokað er fyrir ummæli.