2. janúar 2008

Mikið til í þessu!! (skoðaðu þína eigin æsku)

Það barn sem býr við hnjóð lærir að fordæma

Það barn sem býr við hörku lærir fólsku

Það barn sem býr við aðhlátur lærir einurðarleysi

Það barn sem býr við ásakanir lærir sektarkennd

Það barn sem býr við mildi lærir þolgæði

Það barn sem býr við örvun lærir sjálfstraust

Það barn sem býr við hrós lærir að viðurkenna

Það barn sem býr við réttlæti lærir sanngirni

Það barn sem býr við öryggi lærir kjark

Það barn sem býr við skilning lærir að una sínu

Það barn sem býr við alúð og vináttu lærir að elska

Lokað er fyrir ummæli.